Er eðlilegt að lögfræðingur taki tæpar 200.000 kr. fyrir að skrifa eitt bréf og sendi reikning með engri sundurliðun?

☆☆☆

Það er ekki hægt að svara spurningu um eðlilegan kostnað fyrir eitt bréf með já eða nei því það getur oltið á ýmsu hversu mikill tími fer í að skrifa bréf. Er umrætt bréf gjafsóknarbeiðni upp á hálfa blaðsíðu, 15 bls. greinargerð eða eitthvað þar á milli? Þurfti lögmaðurinn að kanna málsgögn upp á 300 bls. til að geta skrifað bréfið eða var þetta einföld innheimtuviðvörun þar sem aðeins eitt blað lá til grundvallar?

Lögfræðiþjónusta er tímafrek en umbjóðandinn á að sjálfsögðu rétt á því að fá skýringar á gjaldtökunni. Ef reikningur er ekki sundurliðaður óskaðu þá eftir sundurliðun eða tímaskýrslum. Ef þú færð ekki skýringar eða telur að þær standist ekki skoðun þá getur þú kvartað til úrskurðarnefndar lögmanna. Þú finnur reglur um skilyrði og frágang á gögnum hér.

Mynd: © Andrey Popov | Dreamstime.com