Hvað getum við gert fyrir þig?

Sáttamiðlun

Rekstur dómsmáls er ekki alltaf besta lausnin. Ef hægt er að ná sáttum er það venjulega fyrir bestu. Sáttamiðlarinn okkar, Dagný Rut Haraldsdóttir, hjálpar þér að finna málamiðlanir og koma á friðsamlegu ástandi til frambúðar. Mikilvægt er að hefja sáttamiðlun sem fyrst, áður en málskostnaður fer að hlaðast upp.

☆☆☆

Málflutningur

Stundum er óhjákvæmilegt að leita til dómstóla. Til að vinna mál fyrir dómi þarf, auk lögfræðikunnáttu, færni í því að greina málsgögn og draga fram allt sem er þér til hagsbóta. Ef ágreiningur er um málsatvik eða lagatúlkun skipta skörp rök og skýr framsetning höfuðmáli, og þar nýtur Eva Hauksdóttir sín til hlítar.

☆☆☆

Samningsgerð

Við samningsgerð skiptir máli að framsetning sé skýr og ljóst að aðilar leggi sama skilning í efni skjalsins. Það getur sparað peninga og komið í veg fyrir átök að gera hlutina rétt frá upphafi. Við aðstoðum þig við gerð  kaupmála, fjárskiptasamnings og annarra löggerninga, með því markmiði að fyrirbyggja ágreining síðar.

☆☆☆

Tryggingabætur

Ef þú hefur lent í slysi eða orðið fyrir eignatjóni er líklegt að þú eigir rétt á bótum. Það getur þó tekið mikinn tíma og fyrirhöfn að fá tjónið metið og bætt að fullu. Við könnum bótarétt þinn og gerum ítrustu kröfur. Ef tryggingafélagið viðurkennir bótaskyldu er kostnaður vegna þjónustu okkar gerður upp eftir að þú hefur fengið bæturnar greiddar.

☆☆☆

Stjórnsýslumál

Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna ekki læknamistök. Tryggingastofnun synjar þér um bílastyrk. Sveitarfélagið gefur nágranna byggingaleyfi sem eyðileggur útsýnið hjá þér. Sýslumaður framfylgir ekki umgengnisrétti þínum. Heilsugæslan synjar þér um aðgang að gögnum eða svarar þér ekki. Við tökum slaginn við kerfið fyrir þig alla leið.

☆☆☆

Sakamál

Vantar þig verjanda sem hefur áhuga á réttaröryggi sakborninga og réttlátri málsmeðferð? Telurðu að lögregla eða ákæruvald virði ekki hlutleysisskyldu sína? Hefurðu sætt handtöku, húsleit eða öðrum íþyngjandi aðgerðum á vafasömum forsendum? Enginn á að sætta sig við mannréttindabrot ríkisins. Við fylgjum málinu eftir, til hlítar.

☆☆☆

Friðhelgi einkalífs

Hefur þú orðið fyrir áreitni á netinu?  Hefurðu sætt persónunjósnum? Hefur lögreglan brotið gegn þér við rannsókn sakamáls eða stjórnvöld brotið gegn trúnaðarskyldu sinni? Þarftu að standa á rétti þínum gagnvart erfiðum ættingja eða  nágranna? Skiptir vinnuveitandinn sér af einkalífi þínu? Við stöndum með þér og gætum hagsmuna þinna til hlítar.

☆☆☆

Erfðaréttur

Erfðamál geta haft í för með sér deilur milli náinna fjölskyldumeðlima. Hægt er að draga úr líkunum á ósamlyndi og tryggja að farið verði með eignirnar í samræmi við vilja hins látna með því að gera erfðaskrá. Um erfðaskrár gilda formreglur og nauðsynlegt að vanda til verka. Við aðstoðum einnig við uppgjör dánarbúa og gerð erfðafjárskýrslu.

☆☆☆

Barnaréttur

Í umgengnis- og forsjárdeilum veltur líðan barnsins á þvi að umgengi sé í föstum skorðum og samskipti friðsamleg. Hver sem staða foreldranna er setjum við þessa hagsmuni barnsins í fyrirrúm. Við leggjum áherslu á sáttamiðlun en ef mál barns þarf að fara fyrir dóm setjum við það í forgang og þrýstum á um hraða málsmeðferð.

☆☆☆

Fasteignir

Er uppi ágreiningur um greiðsluskyldu fasteignarkaupanda, galla á seldri eign eða annað sem fasteignaviðskiptum viðkemur? Neitar húsfélagið að sinna eðlilegu viðhaldi eignarinnar? Er Jói á neðri hæðinni að opna bar í bílskúrnum án samráðs við þig? Ekki bíða með að leita aðstoðar. Við tökum í taumana áður en eignin hrapar í verði.

☆☆☆

Grenndarréttur

Taka nágrannarnir á taugarnar? Ertu að gefast upp á stöðugum deilum um það hvar megi leggja bílum, hvernig skuli umgangast sameiginlega lóð, hvort viðgerðir séu nauðsynlegar, hvort skilyrði fyrir gæludýrahaldi séu uppfyllt eða hvort megi breyta bílskúrunum í fyrirtæki? Við skýrum réttarstöðuna fyrir þér og finnum lausn á vandanum.

☆☆☆

Lögræðismál

Réttindi sjúklinga og staða þeirra sem búa við skert frelsi og sjálfræði eru okkur hugleikin. Við tökum að okkur hagsmunagæslu fyrir þá sem sæta nauðungarvistun og lögræðissviptingu og bótakröfur fyrir fólk sem sætt hefur órétti og misneytingu á vistheimilum og öðrum stofnunum. Kannaðu bótarétt þinn, það kostar ekkert.

☆☆☆

Við stöndum með þér