Það kostar ekkert að leita ráða

En getur orðið dýrt að sleppa því

Dragðu ekki of lengi að leita aðstoðar
Hjá Hlít færðu ráðgjöf án endurgjalds

Stundum dregur fólk of lengi að leita sér aðstoðar af því að það telur sig ekki hafa efni á því. Lögfræðþjónusta er tímafrek og mál geta undið upp á sig og kostnaður þar með. Það getur þó orðið býsna dýrkeypt að gera ekkert, fara of seint af stað, eða gera hlutina af vankunnáttu. Réttindi geta fyrnst, minnið brugðist og því flóknari sem málin eru því meiri vinna fer í að greiða úr flækjunni.

Ef þú hefur réttinn þín megin áttu ekki að þurfa að sitja uppi með kostnað og jafnvel þótt það sé tvísýnt þýðir það ekki endilega að staðan sé vonlaus. Oft getur lögfræðingur bent á ódýrari leiðir sem þú vissir ekki af og stundum er mögulegt að fá fjárhagsaðstoð vegna lögfræðikostnaðar.

Með góðu skipulagi og yfirsýn er hægt að halda kostnaði í lágmarki miðað við eðli og umfang máls. Við leggjum áherslu á að gæta hagsmuna umbjóðenda okkar til hlítar, bæði hvað varðar réttarstöðu þeirra og málskostnað.

Kostnaður á aldrei að standa í vegi fyrir réttlætinuostnaður á aldrei að s

Tímagjald með virðisaukaskatti er kr. 35.960. Um þóknun vegna innheimtu á almennum fjárkröfum fer eftir gjaldskrá í reglugerð nr. 37/2009. Mál eru misflókin og oft útilokað að reikna kostnaðinn nákæmlega út fyrirfram. Ýmis kostnaður annar en tímagjald getur fallið til, t.d. getur þurft að afla matsgerðar, þýða skjöl úr öðrum tungumálum, greiða þóknun til stjórnsýslunefnda, auk þess sem þú getur þurft að greiða þinggjöld, kærumálskostnað o.fl. 

Láttu kostnað ekki standa í vegi fyrir því að þú kannir réttarstöðu þína og athugaðu að hjá Hlít færðu 40 mínútna viðtal án endurgjalds. Ef þú ákveður að þiggja þjónustu okkar könnum við hvort þú átt rétt á gjafsókn eða gjafvörn, greiðslu úr réttaraðstoðartryggingu eða öðrum fjárhagsstuðningi. Við gerum þér grein fyrir öllum föstum kostnaði fyrirfram eða um leið og ljóst verður að sá kostnaður fellur til. Einnig setjum við fram skriflega áætlun um það sem þú getur gert til að draga úr kostnaði, upplýsum þig um stöðuna reglulega og skilum nákvæmum vinnuskýrslum. Stundum getum við gert fast tilboð í verkefnið og einnig kemur til greina að semja um árangurstengda þóknun.

Lausnin er til, við þurfum bara að finna hana,

Þú getur hjálpað til

 

Þegar þú leitar til Hlítar færðu 40 mínútna ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Sá tími nýtist best ef þú undirbýrð þig með því að vera með málsatvik og tímasetningar á hreinu og setja niður fyrir þér hvaða niðurstöðu þú vilt helst sjá.

Þú getur líklega flýtt fyrir okkur og sparað þannig tíma og fyrirhöfn. Við setjum fram skriflega áætlun um aðgerðir til að halda kostnaði í lágmarki og sendum þér reglulega yfirlit yfir áfallinn kostnað.

Ef um er að ræða mál sem við teljum allar líkur á að vinnist bjóðum við sérstaka skilmála og ef þú ert með mál sem við teljum sérstaklega áhugavert eða mikilvægt bjóðum við afslátt.

Gjafsókn og gjafvörn

Ef þú hefur lágar tekjur er líklegt að þú getir fengið gjafsókn (eða gjafvörn) til að standa straum af málskostnaði. Það getur einnig átt við ef mál þitt varðar almannahagsmuni. Í sumum tilvikum er gjafsókn lögbundin, t.d. í barnaverndarmálum.

☆☆☆

Heimilstryggingar

Ef þú ert með heimilistryggingu er mögulegt að réttaraðstoðartrygging sé innifalin. Ef þú ert ekki með slíka tryggingu nú þegar mælum við með því að þú bætir henni við pakkann. Það er aldrei að vita hvenær þú getur þurft á lögfræðiaðstoð að halda.

☆☆☆

Aðstoð í sakamálum

Fólk sem þarf að taka til varna í sakamáli á alltaf rétt á verjanda sér að kostnaðarlausu. Stundum eiga brotaþolar rétt á aðstoð réttargæslumanns til að setja fram bótakröfu, t.d. í kynferðisbrotamálum og vegna grófra ofbeldisbrota.

☆☆☆

Markmiðið er að ná hámarks árangri og meginreglan er sú að sá sem tapar dómsmáli ber kostnaðinn

Hjálpumst að og Höldum kostnaði í lágmarki