Þarf ég leyfi til að halda 200 manna brúðkaupsveislu með áfengisveitingum, lifandi tónlist og balli fram til kl. 3 um nóttina? Ef svo er, kostar það eitthvað og hvar á ég að sækja um?

☆☆☆

Þú þarft ekki leyfi fyrir einkasamkvæmi í venjulegum veislusal þar sem afmörkuðum hópi er boðið, enginn aðgangseyrir er tekinn og engin sölustarfsemi fer fram. Ef þú ert með gestalista, býður áfengi frítt og ballið verður ekki opið almenningi, þá þarftu ekki að sækja um leyfi eða tilkynna viðburðinn.

Þú þarf leyfi sýslumanns fyrir hátíðahöldum og samkomum í almannarými, jafnvel þótt ekki sé boðið upp á áfengi. Þú þarf t.d. leyfi ef þú ætlar að hafa partý á Austurvelli. Eins ef þú ætlar að halda brennu, flugeldasýningu eða vera með aðra viðburði sem gætu haft í för með sér hættu eða umverfisspjöll eða kallað á eftirlit lögreglu og/eða slökkviliðs. Gera þarf ráð fyrir því að ábyrgðarmaður þurfi að greiða fyrir slíkt leyfi. Venjulega er þó ekki tekið gjald fyrir viðburði sem almenningur sækir endurgjaldslaust og eru taldir í almannaþágu eins og t.d. mótmæla- og samstöðufundi. Hér er hægt að sækja um leyfi fyrir viðburðum.

Mynd: 32200003 © Poznyakov | Dreamstime.com