Fyrir rúmu ári fékk kunningi minn að geyma í bílskúrnum hjá mér illa farinn fornbíl sem hann ætlaði að gera upp. Við töluðum um „nokkrar vikur“ en það kemur alltaf eitthvað upp hjá honum svo hann getur ekki tekið bílinn. Ég vil geta notað skúrinn í vetur. Fornbíllinn er ekki ökufær. Má ég selja bíílinn í varahluti fyrir leigugreiðslum? Ef ekki, get ég þá látið draga bílinn burt og látið senda honum reikninginn?

☆☆☆

Ef þú ætlar að byggja á því að þú eigir rétt á leigugreiðslum þarf að liggja fyrir leigusamningur. Hann þarf ekki endilega að vera skriflegur, munnlegir samningar hafa fullt gildi. Það getur hinsvegar verið erfitt að sanna hvað um var samið, þ.m.t. hversu háar greiðslunar eiga að vera. Jafnvel þótt slíkur samningur væri fyrir hendi yrði að rifta honum löglega. Þú getur ekki selt bílinn án heimildar eigandans nema eiga á hættu að baka þér bótaskyldu.

Ef enginn samningur liggur fyrir þá getur þú látið fjarlægja bílinn og það er bæði einfaldari og nærtækari leið en að selja bílinn. Það væri samt eðilegt að þú sendir eigandanum skrifleg tilmæli um að fjarlægja bílinn innan ákveðins tíma en að öðrum kosti munir þú láta draga hann burt. Það þarf ekki að vera mjög formlegt bréf, tölvupóstur nægir. Þæu skalt svo senda honum textaboð með skilaboðum um að skoða póstinn og varðveita skjáskot af svarinu. Þú þarft ekkert að gefa honum langan tíma, 2-3 dagar frá því að pósturinn er móttekinn dugar.

Ef þú þarft að láta draga bílinn að ábyrgjast lágmarkskostnað vegna flutnings og geymslu en sá kostnaður fellur á eiganda bílsins nema eitthvað óvenjulegt komi til, eins og t.d. ef tekst ekki að hafa uppi á honum eða hann leysir bílinn ekki út.

Photo 23148278 © Joe Sohm | Dreamstime.com