Miskabætur vegna ærumeiðinga hafa hingað til verið lágar en nú hefur Landsréttur lækkað bætur sem voru smánarlegar fyrir. Eva og Frosti ræddu málin í Harmageddon.
Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega
Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra.