Hvernig er best að koma í veg fyrir að barnsmóðir/faðir komist í arf barnsins míns ef ég fell frá áður en barnið nær 18 ára aldri?

☆☆☆

Það er ekki veruleg hætta á að hitt foreldrið komist upp með óhæfilegar ráðstafanir á arfi barnsins. Það sem þú getur gert til að hindra það er einkum tvennt: Það hægt að mæla fyrir um fjárhaldsmann í erfðaskrá eða að kveða á um rétt seinni makans til setu í óskiptu búi. Þannig gæti langlífari makinn stjórnað því hvenær arfur er greiddur út.

Jafnvel þótt engin erfðaskrá sé fyrir hendi á yfirlögráðandi að kanna þörf á skipun fjárhaldsmanns ef hann fær ábendingu um að hagsmunir barnsins krefjist þess. Það eitt að foreldri í sæmilegum efnum falli frá er nóg til þess að þörf sé talin á skipun fjárhaldsmanns. Ef eignir barnsins fara yfir tiltekna fjárhæð (þegar þetta er ritað eru það kr. 1.206.710) ber fjárhaldsmanni barnins, hvort sem það er foreldri eða skipaður fjárhaldsmaður, að skila yfirlögráðanda (sem starfar á vegum sýslumanns) skýrslu um fjárreiður þess árlega. Fjárhaldsmaður barns þarf samþykki yfirlögráðanda fyrir stórum ákvörðunum eins og að kaupa eða selja eignir

Mynd 218379000 © Aaron Amat | Dreamstime.com