Afi er nýlátinn og amma fær heimild til setu í óskiptu búi. Samkvæmt erfðaskrá eiga stjúpbörn hans, þ.e. börn ömmu að erfa þriðjung eigna hans. Þarf að skipta búinu eða getur amma setið í óskiptu búi ef erfingjarnir samþykkja það?

☆☆☆

Erfðalög mæla fyrir um heimild langlífari maka til setu í óskiptu búi með niðjum beggja. Einnig með niðjum skammlífari maka ef mælt hefur verið fyrir um það í erfðaskrá. Lögin kveða ekki á um rétt til setu í óskiptu búi með bréferfingjum. Af því leiðir að við andlát hins skammlífari þarf að gera upp við bréferfingja hans/hennar. Langlífari maki heldur eftir sem áður rétti til setu í óskiptu búi hvað varðar skylduarf. Undantekning er ef bréferfingjar eru niðjar, t.d. ef afi hefur ánafnað barnabörnum eða barnabörnum arf enda eru þau niðjar.

Ég sé ekki að það sé heimilt að sitja í óskiptu búi með bréferfingjum þótt þeir samþykki það. Hinsvegar eru til aðrar leiðir til þess að tryggja að sá langlífari þurfi ekki að selja eignir eða taka lán. Það má t.d. gera það með skuldaviðurkenningu, þannig að bréferfinginn lánar langlífari maka sinn hlut. Athugið að það þarf samt að skila erfðafjárskatti af bréfarfinum.

Mynd: ID 177186091 © Zatletic | Dreamstime.com