Ef löggan stoppar mig og vill fá mig til að fara inn í bíl hjá sér þegar ég er ekki að gera neitt af mér, get ég þá neitað því?

☆☆☆

Þú getur neitað að fara inn í lögreglubíl nema þú sért formlega handtekinn. Þú verður að gefa upp nafn og kennitölu og ef þú gerir það ekki má handtaka þig. Hvort sem þú ert handtekinn eða ekki þarftu ekki að svara neinu um það sem lögreglan telur að þú hafir verið að gera. Þú þarf ekki að svara því hvaðan þú sért að koma eða hvert þú sért að fara, hvort þú sért á stolnum bíl eða hvort þú hafir drukkið áfengi.

Aftur á móti má lögreglan handtaka þig ef hún grunar þig um refsivert brot og ef þú hafnar samvinnu (neitar t.d. að blása í áfengismæli) getur reynt á þvingunaraðgerðir. Þótt þú sért handtekinn máttu eftir sem áður neita að svara neinu um sakarefnið.

Það er ekki þar með sagt að það sé endilega skynsamleg ákvörðun að neita að fara inn í lögreglubíl. Það eitt að lögreglunni finnist að þú hafir ekið óvarlega miðað við aðstæður nægir til þess að grunur vakni um ölvunarakstur eða annað refsivert brot og þar með má handtaka þig.

Photo by cottonbro studio: https://www.pexels.com/photo/police-officers-inside-a-police-car-10466270/