Hlít

Lögmannsþjónusta
Evu Hauksdóttur

Ertu í vafa um hvort þú þurfir lögmann?

Könnum það til hlítar

Það er ekki endilega víst að þú þurfir aðstoð lögmanns. Stundum er hægt að leysa málin á annan hátt. En hvort sem er tímabært að leita lögfræðiaðstoðar eða ekki er gott að þekkja kostina í stöðunni. Það getur sparað tíma og peninga síðar og aukið líkur á ásættanlegri niðurstöðu máls.

Við veitum 40 mínútna ráðgjöf án endurgjalds, bæði um það sem hægt er gera án verulegra fjárútláta og það sem þú getur gert til að flýta fyrir og spara peninga ef þú þarfnast lögfræðiþjónustu, nú eða síðar. 

 Mannréttindi til Hlítar
____

Sérsvið hlítar eru mannréttindamál

Öll réttindi sem okkur eru tryggð að lögum grundvallast á fjórum meginstoðum mannréttinda: Rétti til lífs, frelsis, öryggis og sæmdar.

Rétturinn til fullnægjandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, viðunandi vinnuaðstöðu og starfskjara, réttaröryggis, ferðafrelsis, friðhelgi einkalífs, réttur til trúar og lífsskoðana, tjáningarfrelsið, frelsið til að velja sér atvinnu og njóta eigna sinna í friði, kosningaréttur og rétturinn til stjórnmálastarfs – öll eru þessi réttindi byggð á mannréttindasáttmálum og útfærð í stjórnarskrá og lögum.

Þetta eru réttindi sem öllum mönnum eru tryggð, án tillits til uppruna, félagslegrar stöðu, kynferðis, menningarbakgrunns eða trúar- og stjórnmálaskoðana.

Þótt ástand mannréttindamála á Íslandi sé þokkalegt á heimsvísu hefur Mannréttindadómstóll Evrópu margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn grundvallarréttindum borgaranna. Við  nálgumst málin með því markmiði að gæta mannréttinda þinna til hlítar.

Eva Hauksdóttir

Eva Hauksdóttir

Eva er lögmaður með sérmenntun í alþjóðlegri mannréttindalöggjöf frá Strathclyde háskóla í Glasgow. Eva er rökvís baráttumanneskja og hefur ánægju af því að finna nýja fleti á málunum. Hún hefur sérstakan áhuga á rétti borgaranna gagnvart stjórnvöldum, tjáningarfrelsi og takmörkum þess, upplýsingarétti, friðhelgi einkalífs, réttindum sjúklinga, skaðabótarétti og réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Eva hefur yndi af því að krefjast skaðabóta fyrir umbjóðendur sína.

Dagný Rut Haraldsdóttir

Dagný Rut Haraldsdóttir

Dagný er lögfræðingur með sérmenntun í sáttamiðlun frá Strathclyde háskóla í Glasgow. Dagný leggur áherslu á friðsamlegar lausnir á vandamálum. Hún hefur áhuga á fjölskyldurétti, vinnurétti og reyndar öllum réttarsviðum þar sem reynir sérstaklega á mannleg samskipti. Hún hefur góða reynslu af sáttamiðlun, einkum í fjölskyldumálum, skólum og á vinnustöðum. Þá er Dagný annar stofnenda Sáttamiðlaraskólans og kennir þar undirstöðuatriði sáttamiðlunar. 

Vinnum málin til hlítar

Heilindi

Við gefum þér heiðarlegt mat á möguleikunum í stöðunni. Við getum ekki lofað að þú fáir þá niðurstöðu sem þú óskar en við getum fundið leið sem skilar hámarks árangri.

Við gerum kostnaðaráætlun og gefum skriflegar leiðbeiningar um það sem þú getur gert til að draga úr kostnaði.

Skilvirkni

Við viljum ljúka verkefnum á sem stystum tíma án þess að það bitni á gæðunum. Þessvegna tökum við ekki að okkur fleiri eða flóknari verkefni en við ráðum við. 

Við setjum fram tímaáætlun, bæði um verkið í heild og einstaka verkþætti og upplýsum þig um stöðuna reglulega.

Festa

Þegar þú þarft að standa á rétti þínum stöndum við með þér til hlítar. Við getum ekki stjórnað málshraða í stjórnsýslunni, hjá tryggingafélaginu eða fyrir dómi en við komum hreyfingu á málin og rekum á eftir svörum.

Ef við höfum ekki lausnina þá finnum við einhvern annan sem hefur hana.

.

Finnum lausnina saman