FJÖLSKYLDU- OG ERFÐAMÁL

forsjá – umgengni – skilnaður – erfðir

Forsjá, lögheimili og umgengni barna eru algengustu ágreiningsmálin við skilnað eða sambúðarslit og oft bætast deilur vegna fjármála við.

Fjölskyldu- og erfðamál eru meðal viðkvæmustu mála sem fólk stendur frammi fyrir. Lögfræðileg ráðgjöf getur skipt sköpum um niðurstöðu og þann tíma sem tekur að ná lendingu.

Fjármál hjóna og sambúðarfólks

Hjúskapur hefur í för með sér réttindi
og skyldur. Ef þú ert í vafa um hvort þér hentar betur sambúð eða hjónaband, leitaðu þá til okkar. 

Kaupmáli eða sambúðarsamningur tryggir rétt beggja aðila og getur komið í veg fyrir átök og kostnað síðar. Það skiptir máli að slíkir gerningar séu skýrir og á réttu formi.

Við skilnað er oftast hagkvæmast að skipta eignum í sátt en stundum eru opinber skipti óhjákvæmileg. Lögmaður getur metið stöðuna og gætt hagsmuna þinna.  

Forsjá, lögheimili og umgengni barna

Ef þú ert að skilja eða vilt breytingu á forsjá og lögheimili barns getur góð ráðgjöf skipt sköpum um niðurstöðu og þann tíma sem tekur að ná lendingu.

Lögheimili barns skiptir máli, enda þótt fyrir liggi samningur um skipta búsetu.
Við veitum faglega ráðgjöf, með velferð barnsins að leiðarljósi.

Það er ekki stríðsyfirlýsing að leita til lögmanns. Því fyrr sem þú leitar ráða, því meiri líkur eru á því að farsæl lausn finnist og málum ljúki með sátt.

 

Erfðaskrár, erfðaéttur og uppgjör dánarbús

 

Erfðaskrá tryggir að farið verði að vilja þínum, svo fremi sem hún er afdráttarlaus og formreglum fylgt til hins ítrasta. Óskýr erfðaskrá eykur líkur á ágreiningi.

Jafnvel þótt samlyndi ríki milli erfingja finnst mörgum erfitt og flókið að skipta dánarbúi. Lögmaður getur séð um skipti, erfðafjárskýrslu og frágang dánarbús.

Ef vafi leikur á um hvernig skipta skuli búi geta erfingjar leitað álits lögmanns. Ef ekki tekst að leysa ágreining gætir lögmaður hagsmuna þinna við opinber skipti.

 

ID <a href="https://www.dreamstime.com/stock-photo-hands-father-mother-daughter-keep-little-feet-baby-friendly-happy-family-image67913634">67913634</a> @ <a href="https://www.dreamstime.com/stokmaster_info">Stanislav Petriaikin</a> | <a href="https://www.dreamstime.com/">Dreamstime.com</a>

Þegar fólk greinir á um mál sem varða fjölskylduna svo sem fjárslit, forsjá eða erfðir geta rétt viðbrögð ráðið úrslitum um framtíðina.

Sá sem ekki þekkir rétt sinn og skyldur þarf aðstoð við að gæta hagsmuna sinna og ná sátt í viðkvæmum málum.

Við erum til staðar fyrir þig, hvort sem markmiðið er að fyrirbyggja átök eða finna farsæla lausn á vanda sem upp er kominn.